Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. janúar 2016 15:36
Magnús Már Einarsson
Þrír leikir á Íslandi á meðan riðlakeppni EM fer fram
Valur og FH mætast 16. júní.
Valur og FH mætast 16. júní.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þróttur fær FH í heimsókn í opnunarleik mótsins.
Þróttur fær FH í heimsókn í opnunarleik mótsins.
Mynd: Fótbolti.net
Ekkert verður spilað í Pepsi-deild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla á meðan Ísland leikur í riðlakeppni EM í Frakklandi. Ísland hefur leik í riðlakeppninni 14. júní og síðasti leikur er 22. júní.

Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla á dögunum 15-16. júní en þá keppa lið sem eiga leiki í Evrópukeppnum síðar í mánuðinum.

Ekkert verður heldur leikið í 3 og 4. deild karla, 1. deild kvenna og yngri flokkum á meðan riðlakeppni EM stendur yfir að sögn Birkis Sveinssonar mótastjóra KSÍ.

Ekkert verður leikið dagana 29. maí til 24. jún í Pepsi-deild kvenna vegna landsliðsverkefna og EM. Í 1. deild karla er umferð 12. júní og 24. júní og í 2. deild karla er síðast leikið 11. júní áður en tekið er hlé til 24. júní.

Leikir Íslands á EM:
14. júní Ísland - Portúgal (St. Etienne)
18. júní Ísland - Ungverjaland (Marseille)
22. júní Ísland - Austurríki (Stade de France)

Leikir í Pepsi-deildinni á meðan EM stendur
15. júní ÍBV - Breiðablik
15. júní Fjölnir - KR
16. júní Valur - FH

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 1. maí og lýkur 1. október. Gert er ráð fyrir því að leikur Þróttar og FH verði fyrsti leikur mótsins en hann hefst klukkan 16:00 sunnudaginn 1. maí.

Í Pepsi-deild kvenna hefst keppni miðvikudaginn 11. maí og lýkur 30. september. Keppni í 1 og 2. deild karla hefst 6. maí og lýkur 24. september.

Leikjaplan í Pepsi-deild karla
Leikjaplan í Pepsi-deild kvenna
Leikjaplan í 1. deild karla
Leikjaplan í 2. deild karla
Athugasemdir
banner
banner
banner