Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 14. janúar 2020 12:43
Magnús Már Einarsson
Man Utd og Sporting áfram í viðræðum um Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
Manchester United er í viðræðum við portúgalska félagið Sporting Lisabon um kaup á miðjumanninum Bruno Fernandes. Sky Sports segir að ennþá sé langt á milli aðila í viðræðunum.

Fréttir í Portúgal segja að Sporting vilji fá 60 milljónir punda fyrir Fernandes en félagið sé til í að skoða að fá varnarmanninn Marcos Rojo sem hluta af kaupveðrinu.

Manchester United ku vera tilbúið að leyfa Rojo að róa á önnur mið í þessum mánuði.

Ole Gunnar Solskjær vildi lítið tala um Fernandes á fréttamannafundi í dag.

„Ég er ekki með neinar fréttir af leikmannamálum. Þegar það er eitthvað að frétta þá látum við ykkur vita," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner