banner
   þri 14. janúar 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Momo Sissoko leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Momo Sissoko, fyrrum miðjumaður Liverpool, hefur lagt skóna á hilluna.

Hinn 34 ára gamli Sissoko var á mála hjá Liverpool frá 2005 til 2008 en eftir það fór hann til Juventus og PSG.

Frá 2013 hefur hann verið á miklu flakki og spilað með Fiorentina á Ítalíu, Levante á Spáni sem og félögum í Kína, Indónesíu, Indlandi, Mexíkó, Japan og Frakklandi.

Sissoko var síðast hjá Sochaux í Frakklandi en hann hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner