Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 14. janúar 2021 07:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Hedda í Mosfellsbæinn (Staðfest)
Mynd: Afturelding
Afturelding hefur fengið liðsstyrk frá Val því Anna Hedda Björnsdóttir Haaker er komin í Mosfellsbæinn frá Hlíðarendafélaginu og skrifar undir tveggja ára samning.

Anna er fædd árið 2002 og var á láni hjá Aftureldingu í fyrra. Anna varð fyrir því óláni að lenda í slæmum höfuðmeiðslum sem hafa haldið henni frá knattspyrnuiðkun í heilt ár en er orðin klár í slaginn og mun leika með Aftureldingu í Lengjudeildinni í sumar.

Hún náði því einungis að spila tvo leiki með Eldingunni í Faxaflóamótinu fyrir tæpu ári síðan.

„Það eru því gleðitíðindi að Anna Hedda sé farin að geta beitt sér að fullu og ætli að taka slaginn með Aftureldingu með Aftueldingu næstu tvö árin hið mnnsta! Við hlökkum til að sjá Önnu Heddu á vellinum næsta sumar," segir í færslu Aftureldingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner