Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 14. janúar 2022 06:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: MBL 
Bjarni Mark að ganga í raðir Start
Í leik með KA sumarið 2018.
Í leik með KA sumarið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark Antonsson Duffield er kominn vel á veg í viðræðum við norska félagið IK Start. Það er mbl.is sem vekur athygli á þessu og Fótbolti.net hefur fengið staðfest.

Bjarni rann út á samningi hjá sænska félaginu IK Brage um áramótin eftir að hafa spilað hjá félaginu undanfarin ár.

Bjarni er 26 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá KF og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með KA.

Hann er á leiðinni í læknisskoðun í Noregi og skrifar líklega undir samning um helgina.

Start endaði í 9. sæti næstefstu deildar í Noregi á liðinni leiktíð.

Viðtal við Bjarna:
Fylgdi lönguninni, flutti erlendis og vann sig upp í fótboltaheiminum
Athugasemdir
banner
banner