Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. janúar 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Carragher um rauða spjaldið: Þetta er glórulaust
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, furðaði sig á broti Granit Xhaka á Diogo Jota í leik Arsenal og Liverpool í enska deildabikarnum í gær en telur þó að Mikel Arteta gæti horft á aðra leikmenn í kringum brotið.

Xhaka var rekinn af velli á 24. mínútu. Andy Robertson átti fyrirgjöf á Jota sem var að koma sér í dauðafæri en Xhaka mætti á ferðinni og fór með sólann í bringuna á honum.

Svisslendingurinn var rekinn af velli en Carragher talaði um brotið í hálfleik á Sky.

„Xhaka veit að hann er þarna og horfir tvisvar eða þrisvar þannig hann veit vel af manninum. Ég pældi fyrst í því hvort hann hafi vitað af honum og hvort þetta væri harður dómur."

„Ég held að Jota hugsi þarna að hann verður bara að taka við boltanum með kassanum og svo gerir Xhaka bara það sem Xhaka gerir, fer í gersamlega glórulausa tæklingu þegar Jota á enn eftir að gera helling."

„Ég held samt að Arteta eigi eftir að skoða markvörðinn sinn aðeins betur í þessu atviki. Vinstri bakvörðurinn er farinn inn og miðvörðurinn líka. Ég sé svo oft að markverðirnir koma aðeins út úr teignum til að hreinsa og skalla í burtu og getur þannig hrætt Jota og skallað frá."

„En ef þú spyrð mig hvort þetta var rautt spjald þá er það enginn vafi að þetta er rautt spjald. Ég og Paul Merson vorum ekki vissir hvort hann hafi vitað af Jota en hann hamraði hann niður. Þetta var alveg glórulaust brot,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner