lau 14. janúar 2023 14:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umdeilt mark: Átti fyrra mark Man Utd að standa?
Mynd: Getty Images

Manchester United vann ótrúlegan sigur á Manchester City í risa grannaslag rétt í þessu.


United var betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið með forystuna þegar flautað var til hálfleiks en staðan var þá enn markalaus.

Jack Grealish kom inn á strax í upphafi síðari hálfleiks og kom City yfir.

Bruno Fernandes jafnaði metin áður en Marcus Rashford tryggði United stigin þrjú.

Markið hjá Fernandes er ansi umdeilt en leikmenn Manchester City voru allt annað en sáttir með að það hafi fengið að standa.

Casemiro átti sendingu inn fyrir vörn City á Rashford sem stóð í rangstöðu en hann snerti aldrei boltann sem endaði hjá Bruno sem skoraði.

Aðstoðardómarinn dæmdi rangstöðu í upphafi við litla hrifningu Bruno og eftir samtal við Stuart Attwell dómara leiksins var markið dæmt gilt og því tóku City menn ekki vel.

Átti markið að fá að standa? Sjáðu markið hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner