Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 14. janúar 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
City goðsögnin Tony Book er látinn
Tony Book, fyrrum fyrirliði og stjóri Manchester City, er látinn 90 ára gamall. Hann varð Englandsmeistari með City 1968 og vann FA-bikarinn með liðinu ári síðar.

„Hann var sönn goðsögn hjá félaginu í allri meiningu þess orðs," segir í yfirlýsingu City en Book lék alls 315 leiki fyrir félagið 1966-1974 og skoraði fimm mörk.

Hann vann einnig deildabikarinn og Evrópukeppni bikarhafa sem varnarmaður City og vann deildabikarinn sem stjóri 1976.

Book var stjóri City 1974-79 og starfaði síðan við uppbyggingu yngri liða félagsins.

Hann var 32 ára þegar hann gekk fyrst í raðir City en þóttist þá vera 30 ára til að koma kaupunum frá Plymouth í gegn, fæðingarvottorð hans var falsað að tilstuðlan aðstoðarþjálfarans Malcolm Allison.


Athugasemdir
banner
banner