Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. febrúar 2020 17:22
Magnús Már Einarsson
Klopp: Ég spilaði með sársauka í 80% tilfella
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ánægður með vetrarfrí í ensku úrvalsdeildina og segir það mikilvægt fyrir leikmenn til að fá hvíld.

„Ég var sjálfur leikmaður. Þegar ég horfi til baka þá líður mér eins og ég hafi spilað 80% leikja með einhvern sársauka. Enginn hrósaði mér fyrir það því að ég spilaði samt sem áður illa," sagði Klopp léttur.

„Það er mjög eðlilegt fyrir atvinnmenn í fótbolta að spila þrátt fyrir að finna fyrir sársauka. Þannig er þetta."

„Eftir langan leikjakafla í desember og janúar þá var ekki einn leikmaður í hópnum sem fann ekki fyrir sársauka. Allir fundu fyrir einhverju."

Athugasemdir
banner