Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. febrúar 2020 18:39
Ívan Guðjón Baldursson
Man City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni
Man City ætlar að berjast gegn banninu.
Man City ætlar að berjast gegn banninu.
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, er búið að dæma Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni og hefur félagið verið sektað um 30 milljónir evra fyrir tilraunir til að afvegaleiða rannsókn á fjármunum félagsins.

Man City hefur legið undir rannsókn í langan tíma og lýst yfir fullum samstarfsvilja með yfirvöldum.

Nefnd á vegum UEFA komst að því að Englandsmeistararnir höfðu blásið upp tölur um styrktartekjur til að standast háttvísislög.

Rannsóknin á Man City hófst eftir frétt Der Spiegel í nóvember 2018, þar sem ýmis lekin gögn voru birt almenningi í fyrsta sinn. Portúgali að nafni Rui Pinto á yfir höfði sér 147falda kæru í heimalandinu vegna lekans.

Man City var ákært í maí í fyrra og neitaði öllum ásökunum auk þess að vera harðrort í garð rannsóknaraðferða UEFA. Ekki er talinn vera neinn vafi á því að félagið mun áfrýja málinu til íþróttagerðardómstólsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner