Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. mars 2020 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Austur-Kongó fyrsta Afríkuþjóðin til að stöðva knattspyrnu
Mynd: Getty Images
Lýðveldið Kongó, einnig þekkt sem Austur-Kongó, er fyrsta Afríkuþjóðin til að stöðva alla knattspyrnu vegna kórónaveirunnar.

Afríka er ekki talið vera sérstakt hættusvæði fyrir veiruna og hefur ekkert annað knattspyrnusamband í álfunni ákveðið að fresta leikjum.

Ákvörðun yfirvalda tekur gildi eftir helgi og varir í 30 daga, eða til 15. apríl. Allir leikir helgarinnar munu því fara fram með eðlilegum hætti.

Leikir í Egyptalandi, Marokkó og Alsír eru spilaðir fyrir luktum dyrum á meðan í Suður-Afríku og Tansaníu var aðeins ákveðið að sleppa handaböndum.
Athugasemdir
banner
banner
banner