Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 14. apríl 2025 22:14
Haraldur Örn Haraldsson
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals betur þekktur sem Túfa var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 3-3 jafntefli við KR. Valur fékk á sig víti seint í uppbótartíma sem KR skoraði úr og þar af leiðandi missti Valur sigurinn þar.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

„Mér líður ekki vel. Þetta var sigur sem var í okkar höndum, þrjú stig sem við áttum bara skilið miðað við frammistöðu og miðað við kjörstöður sem við fengum nokkrum sinnum í leiknum. Sérstaklega þar sem þú vinnur ekki leik þegar þú gerir svona stór mistök á 99. mínútu."

KR-ingar byrjuðu leikinn betur og komust yfir í leiknum. Valsmenn uxu síðar inn í leikinn og úr varð þessi frábæri leikur.

„KR-ingar hafa verið að byrja sína leiki af fullum krafti undanfarið og við höfðum talað um þetta. Þeir koma grimmari til leiks og ná marki frekar snemma. Mér finnst við í nokkur skipti vanta aðeins betri sendingu til að skora mörk. Við unnum pressuna hátt upp á velli nokkrum sinnum þar sem við áttum að refsa þeim hressilega. Þannig mér finnst svona heilt yfir við vera betri aðilinn í leiknum og eins og ég sagði áðan í kjörstöðu til að skora, Lúkas fær líka dauðafæri til að skora fjórða markið og afgreiða leikinn. En ég er svekktur að ná bara einu stigi úr leiknum."

Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður Vals fór í grófa tæklingu sem margir KR-ingar vildu sjá rautt spjald fyrir. Túfa segist ekki hafa séð það atvik aftur en hann er hinsvegar pirraður út í dómarana útaf öðru atviki.

„Betri spurningin er af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er bara vel fyrir utan teiginn? Á 100. mínútu þegar það er bara búið að bæta sex mínútum við. Það er meiri mistök held ég." Segir Túfa en hann segist hafa séð atvikið aftur og er handviss um að þetta hafi verið fyrir utan teiginn.

„Það er brot hjá Hólmari, en hann er vel fyrir utan teiginn. Í rauninni er þetta stór mistök sem hefur áhrif á úrslitin, því miður. Við tökum bara þetta á kassan og höldum áfram. Við tökum bara allt gott úr leiknum í dag sem var mjög margt á móti góðu KR liði og við byggjum ofan á það fyrir næsta leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner