Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 14. maí 2019 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Benítez: Endurkoman í Istanbúl betri en gegn Barcelona
Mynd: Getty Images
Rafael Benitez segir endurkomu Liverpool gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar ekki vera bestu endurkomu í sögu félagsins. Hún hafi komið þegar hann var við stjórnvölinn og leiddi liðið til Meistaradeildartitilsins 2005.

Liverpool mætti AC Milan í úrslitaleiknum og var 3-0 undir í hálfleik. Lærisveinar Rafa náðu að koma til baka og vinna svo í vítaspyrnukeppni.

„Það er ekki séns að þessi endurkoma sé betri heldur en í Istanbúl. Þú ert 3-0 undir gegn AC Milan, sem var með langbesta lið heims á þessum tíma. Stuðningsmennirnir þeirra sungu hástöfum í hálfleik en svo jöfnuðum við með þremur mörkum á sex mínútum," sagði Benitez.

„Svo var markvarslan hans Jerzy Dudek og framlenging og vítaspyrnukeppni. Var endurkoman gegn Barca betri en þetta? Ég held ekki.

„Þetta var frábær frammistaða gegn Barcelona og sögulegur sigur en þetta kemst ekki nálægt úrslitaleiknum í Istanbúl."

Athugasemdir
banner
banner
banner