Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. maí 2019 13:19
Elvar Geir Magnússon
Ljóst hver dæmir úrslitaleik Liverpool og Tottenham
Damir Skomina dæmir úrslitaleikinn í Madríd.
Damir Skomina dæmir úrslitaleikinn í Madríd.
Mynd: Getty Images
Damir Skomina frá Slóveníu mun dæma úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeildinni þann 1. júní.

Skomina dæmdi frægan sigurleik Íslands gegn Englandi á EM í Frakklandi 2016.

Fyrr á þessu tímabili dæmdi hann magnaðan leik PSG og Manchester United í Meistaradeildinni. United fékk umtalað VAR víti í lok leiksins og tryggði sér sigur en UEFA gaf það út að dómurinn hefði verið réttur.

Meðal leikja sem hann hefur dæmt á þessu tímabili er 1-0 sigur Liverpool gegn Napoli á Anfield í riðlakeppninni.

Skomina hefur nú verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með því að fá úrslitaleikinn.

Dómarar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar:

Dómari: Damir Skomina (Slóvenia)
Aðstoðardómarar: Jure Praprotnik, Robert Vukan (Slóvenia)
Fjórði dómari: Antonio Mateu Lahoz (Spánn)
VAR yfirdómari : Danny Makkelie (Holland)
VAR aðstoðarmenn: Pol van Boekel (Holland), Felix Zwayer (Þýskaland)
VAR rangstöðudómari: Mark Borsch (Þýskaland)
Athugasemdir
banner
banner
banner