Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. maí 2019 16:00
Elvar Geir Magnússon
Mahrez ánægður þrátt fyrir takmarkaðan spiltíma
Mahrez brosir.
Mahrez brosir.
Mynd: Getty Images
Riyad Mahrez leikmaður Manchester City segist vera mjög ánægður hjá félaginu þrátt fyrir takmarkaðan spiltíma.

Mahrez skoraði þriðja mark City í 4-1 sigrinum á Brighton á sunnudag þegar þeir ljósbláu innsigluðu enska meistaratitilinn.

Alsírski landsliðsmaðurinn var keyptur á 60 milljónir punda frá Leicester síðasta sumar en byrjaði aðeins fjórtán deildarleiki á tímabilinu.

„Ég er mjög ánægður hérna. Ég ætla ekki að fara annað því ég er ekki að spila nóg, þetta er hluti af leiknum. Það er auðvelt að fara bara en ég hef mikla trú á mínum gæðum og það er nýtt tímabil framundan," segir Mahrez.

Mahrez var valinn leikmaður ársins 2016 þegar Leicester varð óvænt Englandsmeistari. Hann gerði fimm ára samning á Etihad í júlí í fyrra.

Manchester City mun um komandi helgi leika gegn Watford í úrslitaleik enska bikarsins.

„Það er ekki auðvelt að koma í lið sem vann allt á síðasta tímabili. Ég náði að hjálpa liðinu, liðið lék mjög vel og átti skilið að vinna deildina."
Athugasemdir
banner
banner
banner