Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 14. maí 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski: Haaland ætti að staldra við í þýska boltanum
Robert Lewandowski er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar og almennt verið talinn til bestu sóknarmanna heims síðasta áratuginn.

Lewandowski spilar fyrir FC Bayern sem er með fjögurra stiga forystu á Dortmund á toppi þýsku deildarinnar. Dortmund keypti ungan og funheitan sóknarmann í janúar, norska táninginn Erling Braut Haaland sem hefur verið að raða inn mörkunum.

Lewandowski hefur miklar mætur á Haaland og vonar að hann verði áfram í þýsku deildinni næstu árin.

„Hann er gríðarlega efnilegur og getur orðið að heimsklassa leikmanni með nógu vinnuframlagi. Það væri gott fyrir hann að vera aðeins lengur í þýska boltanum áður en hann tekur næsta skref," sagði Lewandowski.

Haaland hefur verið orðaður við ýmis félög þrátt fyrir að vera nýkominn til Dortmund, enda eini leikmaður félagsins með söluákvæði í samningi sínum.
Athugasemdir
banner