Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 14. maí 2022 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtt áhorfendamet verður sett á Englandi
Chelsea mætir Man City í úrslitaleiknum.
Chelsea mætir Man City í úrslitaleiknum.
Mynd: Getty Images
Það verður nýtt áhorfendamet sett á félagsliðaleik í kvennaboltanum á morgun þegar Chelsea mætir Manchester City í úrslitaleik bikarsins.

Búið er að selja meira en 55 þúsund miða á leikinn og verður frábær mæting.

Fyrra metið var sett þegar rúmlega 45 þúsund manns mættu á úrslitaleik bikarsins árið 2018. Þá mættust Arsenal og Chelsea í úrslitaleiknum.

Áhugi á kvennaboltanum hefur verið að aukast gríðarlega síðustu ár og áhorfendamet hafa verið sett víða að undanförnu. Það mættu meðal annars meira en 80 þúsunds manns á leiki Barcelona í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Þess má geta að EM fer fram á Englandi í sumar og þar verður Ísland á meðal þáttökuþjóða.
Athugasemdir
banner