lau 14. maí 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja ekki fá Griezmann aftur - De Jong hafnar Man Utd
Powerade
Griezmann er á láni hjá Atletico.
Griezmann er á láni hjá Atletico.
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Dybala til Arsenal?
Dybala til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Gleðilega helgi kæru lesendur. Það er komið að slúðri dagsins.

Real Madrid telur sig vera í mjög góðri stöðu fyrir sumarið hvað varðar samning við frönsku ofurstjörnuna Kylian Mbappe (23). Hann er núna á mála hjá Paris Saint-Germain en er að verða samningslaus. (Fabrizio Romano)

Barcelona hefur ekki áhuga á því að fá Antoine Griezmann (31) aftur til félagsins. Griezmann er núna í láni hjá Atletico Madrid. Helsta skotmark Börsunga í sumar er Robert Lewandowski, sóknarmaður Bayern München (33). (Cuatro)

Bayern ætlar hins vegar ekki að selja Lewandowski sem er með samning til 2023. (Sport Buzzer)

Chelsea er búið að ná samkomulagi við Ivan Perisic (33) um að hann komi til félagsins á frjálsri sölu í sumar. Samningur Perisic hjá Inter var að renna út. (Sport Mediaset)

Frenkie de Jong (25), miðjumaður Barcelona, ætlar að hafna því að ganga í raðir Manchester United í sumar. (Daily Star)

Jude Bellingham (18) hefur verið orðaður við Liverpool og Manchester United en ætlar sér að spila áfram með Borussia Dortmund á næsta tímabili. (Mirror)

Miðjumaðurinn Joe Allen (32) er að verða samningslaus og hann er eftirsóttur. Fulham, Bournemouth, Swansea og félög á Spáni hafa sýnt honum áhuga. (Wales Online)

Chelsea er að fylgjast með Ibrahim Sangare (24), miðjumanni PSV Eindhoven í Hollandi. (Mirror)

Þá segir Romelu Lukaku (29), sóknarmaður Chelsea, að aðrir aðilar tali ekki fyrir hans hönd. Þetta segir hann eftir að umboðsmaður hans, Federico Pastorello, talaði um að Lukaku gæti verið á leið aftur til Ítalíu. (Daily Star)

Umboðsmaður Paulo Dybala (28), leikmanns Juventus sem er að verða samningslaus, sást í London þar sem hann var að funda með enskum úrvalsdeildarfélögum - þar á meðal Arsenal. (Calciomercato)

West Ham er farið að horfa til annarra leikmanna en miðvarðarins James Tarkowski (29). Félagið álítur svo að hann sé á leið til Newcastle. (Mirror)

Liverpool mun á næstu dögum tilkynna opinberlega um kaup á Fabio Carvalho (19), kantmanni Fulham. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner