Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Konni: Menn þreyttir eftir síðasta leik
Jón Óli bjóst við að vera í efstu þremur sætunum
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
   mið 14. maí 2025 21:08
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var svekktur með að detta út úr bikarnum eftir að liðið hans tapaði 4-2 fyrir ÍBV í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 2 -  4 ÍBV

„Það er auðvitað svekkjandi að tapa bikarleik, en það er bara eins og það er. Við réðum ekki við Omar Sowe í dag og ef þú ræður ekki við hann, þá getur þú lent í vandræðum sem að við gerðum. Það var okkar banabiti í dag að geta ekki haft stjórn á honum. Hann var frábær og bara til hamingju Eyjamenn," sagði Óskar.

Óskar var með Omar Sowe í liði sínu þegar hann þjálfaði Breiðablik og þekkir því vel inn á leikmanninn.

„Omar er fljótur, líkamlega sterkur og hann er góður að hlaupa á bakvið. Hann er bara öflugur alhliða framherji, sem hefur kannski stundum skort stöðugleika. Við vissum það alveg, og ef menn sáu það ekki í dag, þá sáu þeir það á laugardaginn, að það þarf að hafa sig allan við til að hafa stjórn á honum. Við gerðum það svo sem ágætlega á laugardaginn en í dag réðum við ekkert við hann. Þetta er feykilega góður lærdómur fyrir hafsentana okkar, þegar þú ert maður á mann þá verður þú að gjöra svo vel að klára manninn þinn. Ef þú nærð ekki að klára manninn þinn, þá erum við í basli," sagði Óskar.

„Eina leiðin til að læra, er að spila svona, við erum að spila svona áfram. Það má kannski segja það að við erum bara í mótun, við erum að þroskast sem lið. Þessi leikur svolítið eins og að læra að hjóla og ferð upp á hjólið. Í dag duttum við af hjólinu og þá er bara ein leið til að halda áfram að læra að hjóla, og það er að stíga á hjólið aftur, og ekki vera að hræddur við að detta. Við verðum fjótir að þurrka þennan leik úr óhreina lakinu okkar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner