Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Í svona bikarleikjum getur allt gerst
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
   mið 14. maí 2025 21:08
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var svekktur með að detta út úr bikarnum eftir að liðið hans tapaði 4-2 fyrir ÍBV í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 2 -  4 ÍBV

„Það er auðvitað svekkjandi að tapa bikarleik, en það er bara eins og það er. Við réðum ekki við Omar Sowe í dag og ef þú ræður ekki við hann, þá getur þú lent í vandræðum sem að við gerðum. Það var okkar banabiti í dag að geta ekki haft stjórn á honum. Hann var frábær og bara til hamingju Eyjamenn," sagði Óskar.

Óskar var með Omar Sowe í liði sínu þegar hann þjálfaði Breiðablik og þekkir því vel inn á leikmanninn.

„Omar er fljótur, líkamlega sterkur og hann er góður að hlaupa á bakvið. Hann er bara öflugur alhliða framherji, sem hefur kannski stundum skort stöðugleika. Við vissum það alveg, og ef menn sáu það ekki í dag, þá sáu þeir það á laugardaginn, að það þarf að hafa sig allan við til að hafa stjórn á honum. Við gerðum það svo sem ágætlega á laugardaginn en í dag réðum við ekkert við hann. Þetta er feykilega góður lærdómur fyrir hafsentana okkar, þegar þú ert maður á mann þá verður þú að gjöra svo vel að klára manninn þinn. Ef þú nærð ekki að klára manninn þinn, þá erum við í basli," sagði Óskar.

„Eina leiðin til að læra, er að spila svona, við erum að spila svona áfram. Það má kannski segja það að við erum bara í mótun, við erum að þroskast sem lið. Þessi leikur svolítið eins og að læra að hjóla og ferð upp á hjólið. Í dag duttum við af hjólinu og þá er bara ein leið til að halda áfram að læra að hjóla, og það er að stíga á hjólið aftur, og ekki vera að hræddur við að detta. Við verðum fjótir að þurrka þennan leik úr óhreina lakinu okkar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner