Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. júní 2021 23:57
Brynjar Ingi Erluson
Milos Milojevic: Ísland er mitt annað land
Milos Milojevic
Milos Milojevic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Serbneski þjálfarinn Milos Milojevic tók við sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby á dögunum en hann ræðir ferilinn og framtíðina við heimasíðu félagsins.

Milos er reynslumikill þjálfari. Hann kom til Íslands árið 2006 og fór í Hamar en hann spilaði einnig með Ægi áður en hann fór í Víking R.

Eftir fótboltaferilinn fór hann út í þjálfun þar sem hann þjálfaði Víking R. og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og fór að þjálfa sænska liðið Mjällby í C-deildinni. Hann fór með liðið upp í B-deildina og kom því svo upp í úrvalsdeild ári síðar áður en hann hætti og flutti til Serbíu.

Milos tók við sem aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar, sem er stórveldi í Serbíu. Eftir góða reynslu þar er hann mættur aftur í sænska boltann og tekinn við Hammarby sem vann sænska bikarinn á dögunum og er eitt af stóru félögunum í Svíþjóð.

Hann fór yfir allt það helsta í viðtali við heimasíðu Hammarby.

„Ég er ánægður og stoltur að því að geta þjálfað lið eins og Hammarby. Þessi hópur getur gert góða hluti og leikmennirnir eru góðir þannig þetta er mikil áskorun fyrir mig og hentaði vel fyrir mig og félagið hvað varðar metnað," sagði Milos við heimasíðu Hammarby.

Milos segist vera með blandaðan stíl frá Skandinavíu og Balkanskaganum.

„Vanalega þá eru það þessir helstu hlutir. Vinnusiðferðið, hvernig við viljum spila. Þetta eru engin geimvísindi og ekkert sem þeir hafa ekki gert áður. Það góða við fótbolta er það er engin ein rétt leið heldur eru allar leiðir réttar. Þeir eru það góðir að þeir munu aðlagast vel að mínum stíl."

„Þetta er blanda af Skandinavíu og Balkanstílnum. Það er mikilvægt að vera með aga, bæði á vellinum og utan hans. Það fer eftir því hvernig þú lifir daglega lífi þínu, sefur, æfir. Fótbolti er spilaður, þetta er ekki vinna. Þú segir alltaf spila því þetta verður að vera gaman, spennandi og áskorun fyrir liðið og ef liðið þróar leik sinn þá þróast félagið."

„Hugarfarið hjá leikmönnum í Skandinavíu er ekkert vandamál og ef úrslitin koma þá er auðveldara að láta hlutina virka og hugarfarið í leiðinni. Ég reyni alltaf að vera fordæmi fyrir mína leikmenn og ég held að ég muni ekki breyta því en vonandi þróa ég líka leik minn á jákvæðan hátt."


Milos ræddi þá dvölina á Íslandi en eins og hann hefur sagt frá áður þá ætlaði hann sér aðeins að vera í stuttan tíma þar en endaði svo á að vera þar í ellefu ár.

„Góður vinur minn fór þangað að spila fótbolta og þeir þurftu leikmenn. Ég og annar markvörður komum frá Serbíu og planið var ekki að vera lengi. Ég ætlaði að vera í nokkra mánuði en var so þar í ellefu ár. Þetta er mitt annað land og mér líður vel þar og á góðar minningar þaðan. Ég hef lært mikið og allt annar kúltúr en í Serbíu. Mjög skipulagt og þægilegt að spila fótbolta, búa þarna og gera allt sem maður þarf að gera."

„Ég var mest með Víking með öll yngri liðin og þjálfaði svo meistaraflokkinn. Þarna var takmarkaður möguleiki að þróast sem þjálfari og ég gat verið áfram og flakkað á milli félaga og endað í svokallaðri hringekju en metnaður minn var að fara erlendis og vinna þar og reyna að læra og þróa minn leik. Þannig það tækifæri að fara til Svíþjóðar kom í gegnum vin minn sem kom mér í samband við Mjällby."


Eftir þjálfaraævintýri með Víking og Breiðablik ákvað hann að halda til Svíþjóðar. Hann var aðstoðarþjálfari Mjällby fyrst um sinn áður en hann tók við sem aðalþjálfari.

„Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari og tók svo við sem þjálfari og var þar með liðið í C-deild og svo í B-deildinni. Það er mjög góð reynsla að þjálfa hér. Ef ég á að bera saman við Ísland þá færðu þar tvo eða þrjá góða leikmenn og kannski sjö ágæta eða fína leikmenn og svo eru leikmenn sem ná ekki að vera í sama gæðaflokki því þetta er lítið land og bestu leikmennirnir fara snemma í atvinnumennsku. Það er svipað hugarfar, ekki alveg eins en mjög svipað."

Aðstoðarþjálfarastarfið hjá Rauðu stjörnunni kom vel að notum og taldi hann það skref sem hann þurfti að taka til að þróast sem þjálfari.

„Ég og Hammarby deilum sama metnaði. Þetta er rétt skref á ferlinum og fékk góða reynslu hjá Rauðu stjörnunni. Fólk er ekki sátt með að tapa leik, ef þú vannst tíu og tapaðir einum þá var fólk ekki ánægt. Hugarfarið þar og sigurhefðin og fagmennskan þar er eitthvað sem ég hafði ekki séð áður og svo var ég að vinna með einum reynslumesta þjálfara Serbíu, þetta er það sem mig vantaði."

„Ég sá tækifæri til að bæta mig með því að koma til Hammarby og þess vegna er ég hér."

„Þegar þú ert með 30 þúsund stuðningsmenn á vellinum þá verður þú að vinna hvern einasta leik. Þú ferð inn í leik og reynir þitt besta að vinna en það er mikilvægt að liðið vann bikar fyrir tíu dögum eða svo. Það gefur liðinu sigurtilfinningu og það gerir leikmenn hungraðri í fleiri titla. Ég get ekki lofað neinu en ég er með ákveðin markmið. Ég get samt tryggt erfiðisvinnu og vonandi gengur það eftir,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner