Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 15:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þreifingar milli Breiðabliks og Atalanta
Birkir Jakob Jónsson í æfingaleik í vetur
Birkir Jakob Jónsson í æfingaleik í vetur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Greint var frá því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show fyrir helgi að Atalanta hafi mikinn áhuga á því að fá Birki Jakob Jónsson í sínar raðir frá Breiðabliki.

Birkir Jakob Jónsson er fæddur árið 2005 og kom við sögu í einum leik í Lengjubikarnum í vetur. Hann er uppalinn hjá Fram en fór til Fylkis fyrir sumarið 2019 en gekk svo í raðir Breiðabliks í vetur.

Fótbolti.net hafði samband við Sigurð Hlíðar Rúnarsson í dag. Hann er deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks.

„Birkir fór á reynslu til Atalanta, var í um viku og það gekk vel. Það hafa verið einhverjar þreifingar milli félaganna en ekkert sem er klárt. Það hafa verið viðræður," sagði Sigurður.

Birkir var á reynslu í upphafi mánaðar. Hann hefur verið valinn í æfingahópa U15 og U16 ára landsliðanna. Hann var á reynslu hjá Molde fyrir áramót.


Athugasemdir
banner
banner
banner