Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. júní 2021 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýra af hverju Ísland spilar í hvítu á heimavelli gegn Írlandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær írsku eru og verða í grænu
Þær írsku eru og verða í grænu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli að íslenska kvennalandsliðið lék í hvítu varabúningum sínum gegn Írlandi á föstudag.

Ísland er á heimavelli og hefði því venjulega spilað í bláu búningunum.

Þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði landsliðsins og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sátur fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Þau voru spurð út í þetta.

„Írland tók bara grænu búningana sína með þannig að við þurftum að spila í hvítu, svo einfalt er það,” sagði Gunnhildur.

Verður það aftur þannig þá á morgun?

„Já, ég held það. Ég held að Írarnir hafi ekki sótt varabúningana sína núna um helgina,” sagði Steini léttur. „Þær allavega sögðust bara hafa komið með græna settið, eitthvað smá klúður hjá þeim og því verðum við aftur hvítar á morgun.”

„Það er ekki flóknara en það,”
skaut Ómar Smárason inn í. Ómar er deildarstjóri samskiptadeildar hjá KSÍ og stýrði hann fundinum.

„Með tilliti til annars vegar litblindu og hins vegar sjónvarpsútsendingar þá er betra að annað sé í ljósu og hitt í dökku. Þannig þetta er ekkert mál, hvítu búningarnir okkar eru flottir líka,” bætti Ómar við.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn!!!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner