Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. júní 2021 16:45
Ívan Guðjón Baldursson
Varaforseti UEFA: Enginn neyddur til neins
Mynd: EPA
UEFA hefur fengið mikla gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á máli Christian Eriksen sem hneig niður í leik Danmerkur gegn Finnlandi í gær.

Leikmenn Danmerkur hefðu viljað fá meiri tíma til að melta það sem gerðist og líður eins og þeir hafi verið neyddir til að hefja leikinn strax aftur þrátt fyrir að vera í sjokki.

Þeir eru ósáttir með vinnubrögð UEFA en hafa ekki frelsi til að tjá sig með sama hætti og fyrrum leikmenn Dana á borð við Peter Schmeichel og Michael Laudrup. Þessar goðsagnir eru meðal þeirra sem hafa hjólað í UEFA og tjáði Zbigniew Boniek, varaforseti UEFA, sig í dag. Hann vill meina að staðan sem kom upp hafi verið óleysanleg með öðrum hætti.

„Það var engin góð lausn á þessu máli. Það er ótrúlega ósanngjarnt og beinlínis rangt að halda því fram að peningar hafi ráðið förinni og leikmenn hafi verið beittir pressu," sagði Boniek.

„Þetta voru allt slæmir valkostir en það var enginn neyddur til neins."

Danir fengu að velja á milli þess að hefja leikinn að nýju eða fresta honum til hádegis næsta dags, sem hefði ekki hentað vegna leikja- og ferðaálagsins á EM. Ekki stóð til boða að ljúka leiknum með jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner