De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   þri 14. ágúst 2018 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta er langt því frá að vera komið hjá okkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar gerðu gríðarlega góða ferð í hafnarfjörðinn þegar þeir heimsóttu Hauka á Ásvöllum í kvöld.
„Frábær sigur, við börðumst allan leikinn og vorum bara öflugir í dag, sóknarlega og varnarlega og áttum svo sem skilið sigur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigur þeirra á Haukur í kvöld.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Njarðvíkingar heimsóttu Hauka i sannkölluðum sex stiga leik þar sem hvorugt liðið mátt við því að missa stig. Njarðvíkingar höfðu þó betur 1-2 en Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur var ekki í nokkrum vafa hvað skóp sigurinn fyrir sína menn.
„ Baráttan, við lögðum upp með leikinn fyrst og síðast að þetta væru jöfn lið að mínu leiti og við lögðum upp með að reyna berjast meira en þeir og ég held að það hafi tekist."

Eftir virkilega skemmtilegan og líflegan fyrri hálfleik þá mættu Njarðvíkingar örlítið meira passívir í síðari hálfleik og virtust falla svolítið til baka.
„Já við tókum aðeins aftar en við ætluðum svo sem ekki að detta svona niður en við vorum samt að gera vel, við vorum að halda vel í bolta og vorum að sækja hratt sem dæmi rauða spjaldið kemur hja þeim að Kenneth er dottinn einn innfyrir og hefði skorað úr því mjög liklega og það er það sem við ætluðum okkur að gera að sækja aðeins á þá og opna þá."

Baráttan í neðri hluta töflunnar er orðin ansi hörð og pakkinn orðin þéttur en Rafn Markús er bjartsýnn fyrir komandi verkefni.
„Eins og við höfum rætt áður að þetta er barátta og við vissum þetta síðustu vikur að þetta yrði erfið barátta, mörg jöfn lið og þetta er langt frá því að vera komið hjá okkur."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner