Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 14. ágúst 2018 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta er langt því frá að vera komið hjá okkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar gerðu gríðarlega góða ferð í hafnarfjörðinn þegar þeir heimsóttu Hauka á Ásvöllum í kvöld.
„Frábær sigur, við börðumst allan leikinn og vorum bara öflugir í dag, sóknarlega og varnarlega og áttum svo sem skilið sigur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigur þeirra á Haukur í kvöld.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Njarðvíkingar heimsóttu Hauka i sannkölluðum sex stiga leik þar sem hvorugt liðið mátt við því að missa stig. Njarðvíkingar höfðu þó betur 1-2 en Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur var ekki í nokkrum vafa hvað skóp sigurinn fyrir sína menn.
„ Baráttan, við lögðum upp með leikinn fyrst og síðast að þetta væru jöfn lið að mínu leiti og við lögðum upp með að reyna berjast meira en þeir og ég held að það hafi tekist."

Eftir virkilega skemmtilegan og líflegan fyrri hálfleik þá mættu Njarðvíkingar örlítið meira passívir í síðari hálfleik og virtust falla svolítið til baka.
„Já við tókum aðeins aftar en við ætluðum svo sem ekki að detta svona niður en við vorum samt að gera vel, við vorum að halda vel í bolta og vorum að sækja hratt sem dæmi rauða spjaldið kemur hja þeim að Kenneth er dottinn einn innfyrir og hefði skorað úr því mjög liklega og það er það sem við ætluðum okkur að gera að sækja aðeins á þá og opna þá."

Baráttan í neðri hluta töflunnar er orðin ansi hörð og pakkinn orðin þéttur en Rafn Markús er bjartsýnn fyrir komandi verkefni.
„Eins og við höfum rætt áður að þetta er barátta og við vissum þetta síðustu vikur að þetta yrði erfið barátta, mörg jöfn lið og þetta er langt frá því að vera komið hjá okkur."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner