Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   þri 14. ágúst 2018 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta er langt því frá að vera komið hjá okkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar gerðu gríðarlega góða ferð í hafnarfjörðinn þegar þeir heimsóttu Hauka á Ásvöllum í kvöld.
„Frábær sigur, við börðumst allan leikinn og vorum bara öflugir í dag, sóknarlega og varnarlega og áttum svo sem skilið sigur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigur þeirra á Haukur í kvöld.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Njarðvíkingar heimsóttu Hauka i sannkölluðum sex stiga leik þar sem hvorugt liðið mátt við því að missa stig. Njarðvíkingar höfðu þó betur 1-2 en Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur var ekki í nokkrum vafa hvað skóp sigurinn fyrir sína menn.
„ Baráttan, við lögðum upp með leikinn fyrst og síðast að þetta væru jöfn lið að mínu leiti og við lögðum upp með að reyna berjast meira en þeir og ég held að það hafi tekist."

Eftir virkilega skemmtilegan og líflegan fyrri hálfleik þá mættu Njarðvíkingar örlítið meira passívir í síðari hálfleik og virtust falla svolítið til baka.
„Já við tókum aðeins aftar en við ætluðum svo sem ekki að detta svona niður en við vorum samt að gera vel, við vorum að halda vel í bolta og vorum að sækja hratt sem dæmi rauða spjaldið kemur hja þeim að Kenneth er dottinn einn innfyrir og hefði skorað úr því mjög liklega og það er það sem við ætluðum okkur að gera að sækja aðeins á þá og opna þá."

Baráttan í neðri hluta töflunnar er orðin ansi hörð og pakkinn orðin þéttur en Rafn Markús er bjartsýnn fyrir komandi verkefni.
„Eins og við höfum rætt áður að þetta er barátta og við vissum þetta síðustu vikur að þetta yrði erfið barátta, mörg jöfn lið og þetta er langt frá því að vera komið hjá okkur."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner