Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   þri 14. ágúst 2018 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta er langt því frá að vera komið hjá okkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar gerðu gríðarlega góða ferð í hafnarfjörðinn þegar þeir heimsóttu Hauka á Ásvöllum í kvöld.
„Frábær sigur, við börðumst allan leikinn og vorum bara öflugir í dag, sóknarlega og varnarlega og áttum svo sem skilið sigur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigur þeirra á Haukur í kvöld.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Njarðvíkingar heimsóttu Hauka i sannkölluðum sex stiga leik þar sem hvorugt liðið mátt við því að missa stig. Njarðvíkingar höfðu þó betur 1-2 en Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur var ekki í nokkrum vafa hvað skóp sigurinn fyrir sína menn.
„ Baráttan, við lögðum upp með leikinn fyrst og síðast að þetta væru jöfn lið að mínu leiti og við lögðum upp með að reyna berjast meira en þeir og ég held að það hafi tekist."

Eftir virkilega skemmtilegan og líflegan fyrri hálfleik þá mættu Njarðvíkingar örlítið meira passívir í síðari hálfleik og virtust falla svolítið til baka.
„Já við tókum aðeins aftar en við ætluðum svo sem ekki að detta svona niður en við vorum samt að gera vel, við vorum að halda vel í bolta og vorum að sækja hratt sem dæmi rauða spjaldið kemur hja þeim að Kenneth er dottinn einn innfyrir og hefði skorað úr því mjög liklega og það er það sem við ætluðum okkur að gera að sækja aðeins á þá og opna þá."

Baráttan í neðri hluta töflunnar er orðin ansi hörð og pakkinn orðin þéttur en Rafn Markús er bjartsýnn fyrir komandi verkefni.
„Eins og við höfum rætt áður að þetta er barátta og við vissum þetta síðustu vikur að þetta yrði erfið barátta, mörg jöfn lið og þetta er langt frá því að vera komið hjá okkur."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner