Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 14. ágúst 2018 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta er langt því frá að vera komið hjá okkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar gerðu gríðarlega góða ferð í hafnarfjörðinn þegar þeir heimsóttu Hauka á Ásvöllum í kvöld.
„Frábær sigur, við börðumst allan leikinn og vorum bara öflugir í dag, sóknarlega og varnarlega og áttum svo sem skilið sigur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigur þeirra á Haukur í kvöld.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Njarðvíkingar heimsóttu Hauka i sannkölluðum sex stiga leik þar sem hvorugt liðið mátt við því að missa stig. Njarðvíkingar höfðu þó betur 1-2 en Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur var ekki í nokkrum vafa hvað skóp sigurinn fyrir sína menn.
„ Baráttan, við lögðum upp með leikinn fyrst og síðast að þetta væru jöfn lið að mínu leiti og við lögðum upp með að reyna berjast meira en þeir og ég held að það hafi tekist."

Eftir virkilega skemmtilegan og líflegan fyrri hálfleik þá mættu Njarðvíkingar örlítið meira passívir í síðari hálfleik og virtust falla svolítið til baka.
„Já við tókum aðeins aftar en við ætluðum svo sem ekki að detta svona niður en við vorum samt að gera vel, við vorum að halda vel í bolta og vorum að sækja hratt sem dæmi rauða spjaldið kemur hja þeim að Kenneth er dottinn einn innfyrir og hefði skorað úr því mjög liklega og það er það sem við ætluðum okkur að gera að sækja aðeins á þá og opna þá."

Baráttan í neðri hluta töflunnar er orðin ansi hörð og pakkinn orðin þéttur en Rafn Markús er bjartsýnn fyrir komandi verkefni.
„Eins og við höfum rætt áður að þetta er barátta og við vissum þetta síðustu vikur að þetta yrði erfið barátta, mörg jöfn lið og þetta er langt frá því að vera komið hjá okkur."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner