banner
   mið 14. ágúst 2019 05:55
Oddur Stefánsson
Ofurbikarinn í dag - Nær Lampard að stríða Liverpool?
Sigurvegarar Meistaradeildarinnar mæta sigurvegurum Evrópudeildarinnar.
Sigurvegarar Meistaradeildarinnar mæta sigurvegurum Evrópudeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Það er risaleikur í Evrópu í kvöld þegar Liverpool og Chelsea mætast í Ofurbikarnum í Istanbúl.

Frank Lampard sem er nýtekinn við Chelsea byrjaði ekki vel með Chelsea þegar liðið steinlá fyrir Ole Gunnar Solskjær og hans mönnum í United.

Liverpool hefur verið frábært síðustu tímabil og hefur Jurgen Klopp þjálfari liðsins komið þeim tvisvar í úrslit Meistaradeildarinnar tvö ár í röð og einu sinni tekið þann stóra með sér heim.

Hins vegar hafa meiðsli verið að trufla bæði lið undanfarið og er Alisson Becker markmaður Liverpool fjarri góðu gamni ásamt því að Naby Keita er sagður hafa haltrað af æfingu liðsins í dag.

Hjá þeim bláu hefur Ngolo Kante verið tæpur og er sama sagan fyrir þennan leik. Kante er sagður hafa fengið bakslag í leiknum gegn United þar sem hann kom inná sem varamaður og gæti misst af þessum leik í dag.

Liðin byrja tímabilið ansi misjafnt þar sem Liverpool sigraði Norwich 4 -1 en Chelsea var í vandræðum með United.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner