Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fantasy Gandalf 
„Ólafur Karl gjörsamlega tjúllaðist, hringir í mig og tilkynnir að hann muni fara frá þessu liði"
Óli Kalli sumarið 2017
Óli Kalli sumarið 2017
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Óli Kalli og Máni eftir leikinn í Kaplakrika haustið 2014.
Óli Kalli og Máni eftir leikinn í Kaplakrika haustið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen var í gær lánaður frá Val yfir í FH og mun því Óli Kalli leika með Fimleikafélaginu út yfirstandandi leiktíð. Hann er 28 ára gamall leikmaður og varð árið 2014 Íslandsmeistari og hetja Stjörnumanna í úrslitaleik gegn einmitt FH.

Eftir tímabilið 2017 söðlaði Óli Kalli um og hélt úr Garðabænum og í Val. Máni Pétursson, útvarpsmaður og umboðsmaður Óla Kalla, sagði í fyrradag söguna af því hvers vegna Óli Kalli ákvað að yfirgefa herbúðir Stjörnunnar. Máni var gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf sem er í umsjón þeirra Huga Halldórssonar og Ingimars Helga Finnssonar.

„Í apríl 2017 hringir Ólafur Karl Finsen í mig og tilkynnir mér að ég eigi að finna handa honum nýtt lið, Íslandsmótið var þarna ekki hafið og samningur hans að renna út um haustið. Hann [Óli Kalli] segist ekki ætla að sitjast niður með Stjörnumönnum og ekki ræða neitt meir við þá."

„Það kemur til út af því að ungur leikmaður Stjörnumaður, Ágúst Leó Björnsson, þá okkar besti leikmaður í 2. flokki og mikill markaskorari, frábær leikmaður sem hafði verið markahæstur þrjú ár í 2. flokki skorandi tuttugu mörk. Hann fótbrotnar illa í ágúst 2016 og allt snýst um að komast í æfingaferð með Stjörnunni til að sýna sig og sanna. Hann æfir eins og brjálaður maður og heldur sér gangandi á þessu."

„Viku fyrir brottför í apríl er Ágústi tilkynnt að það sé ekki pláss fyrir hann í æfingaferðinni og hann megi finna sér nýtt lið, mikið högg fyrir ungan leikmann þá nítján ára. Hann verður beygður af þessu og fyrsti maðurinn sem tekur á móti honum er Ólafur Karl Finsen. Ágúst segir við Óla Kalla hvað hafði gerst. Ólafur Karl gjörsamlega tjúllaðist, hringir í mig og tilkynnir að hann muni fara frá þessu liði. Hann líður ekki framkomu Stjörnumanna við uppalinn leikmann."


Máni segir í kjölfarið að honum hafi fundist vanta hlýjuna í Garðabænum en hana sé að finna í bæði Kaplakrika og á Hlíðarenda.

„Mér finnst þetta að vísu vera að breytast í Stjörnunni og það sé stefnan að halda betur utan um okkar fólk," sagði Máni og sagði í kjölfarið sögu af Sir Alex Ferguson og hvernig hann fór að þegar þurfti að tilkynna leikmönnum að þeir fengju ekki samning hjá félaginu. Á þetta má hlusta á hér fyrir neðan. Sagan af Óla Kalla hefst eftir 66 mínútur.


Athugasemdir
banner
banner
banner