Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
Setien og Abidal verða reknir
Josep Bartomeu, í miðjunni, ætlar að reka Setien og Abidal.
Josep Bartomeu, í miðjunni, ætlar að reka Setien og Abidal.
Mynd: Getty Images
Fréttamenn um alla Evrópu keppast við að greina frá því að Barcelona muni reka bæði Quique Setien og Eric Abidal frá félaginu eftir skelfilegt 8-2 tap gegn Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.

Báðir hafa þeir verið gagnrýndir harkalega fyrir störf sín hjá félaginu en Abidal hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Barca í tvö ár á meðan Setien tók við stöðu aðalþjálfara í janúar.

Gianluca Di Marzio, Fabrizio Romano, Guillem Balague og Mohamed Bouhafsi eru meðal fréttamanna sem greina frá þessum fregnum.

Þetta kemur ekki sérlega á óvart þar sem staða þeirra beggja hefur verið í hættu vegna ýmissa mála undanfarin misseri.

Balague talar um Mauricio Pochettino sem líklegan arftaka Setien.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner