Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 14. ágúst 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliðabandið gæti rétt við orðsporið
Lemina með fyrirliðabandið.
Lemina með fyrirliðabandið.
Mynd: Getty Images
Mario Lemina var gerður að fyrirliða Úlfanna í síðasta mánuði eftir að félagið seldi Max Kilman til West Ham.

Lemina hefur verið álitinn vandræðagemsi, sérstaklega þegar hann var hjá Southampton þar sem fjallað var um hegðunarvandamál hjá honum. Hann missti ökuréttindi sín 2018.

Lemina missti föður sinn í desember og er ákveðinn í að laga orðspor sitt.

„Hann væri svo ánægður og stoltur af mér. Hann þekkti mig betur en nokkur annar. Hann veit að ég hef aldrei verið slæmur gæi," segir Lemina sem er þrítugur.

„Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi gert allt á réttan hátt því ég var ungur og með miklar tilfinningar. En ég hef aldrei verið vondur maður eða slæmur í samskiptum."
Athugasemdir
banner
banner
banner