Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
   mið 14. ágúst 2024 22:56
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Sáttir með að fara héðan með eitt stig.
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég met þetta þannig að við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en náðum að hanga á 0-0. Við gírum okkur svo aðeins upp í seinni hálfleikinn og erum á hærra tempói bæði á boltanum og varnarlega og spilum hörku bardagaleik í rigningu á blautum velli. Á endanum erum við samt sáttir með að fara héðan með eitt stig.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir markalaust jafntefli lærisveina hans gegn Leikni í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Keflavík

Síðasti þriðjungur var að vefjast fyrir báðum liðum lengst af í leiknum. Liðin voru að koma sér í ágætis stöður á vellinum en þegar reka átti smiðshögg á sóknina komu sendingarfeilar eða þá að menn voru ekki mættir í teiginn til að taka við boltanum.

„Sérstaklega eins og þegar við erum að koma okkur í góðar stöður og senda boltann inn í. Þá erum við bara illa mannaðir í teignum og með of fá þar. En þetta var bara frekar lokaður leikur og lítið um færi.“

Dagur Ingi Valsson kvaddi Keflavík í gær og gekk til liðs við KA. Vitað var að Dagur hugðist ekki endurnýja samning sinn við Keflavík en pressaði hann mikið á félagið að fá að fara?

„Nei nei, hann var svo sem búinn að tjá okkur það að hann vildi ekki semja við okkur á næsta ári. Þegar KA hafði svo samband og vildi fá að kaupa hann þá bara náðum við samkomulagi um það.“

Upphæðin sem nefnd hefur verið sem kaupverð á Degi er fimm milljónir króna. Án þess að biðja um staðfestingu á upphæð spurði fréttaritari Harald þó. Upphæð sem kemur félaginu til góða fjárhagslega?

„Þú verður bara að spyrja framkvæmdastjórann að því. Ég veit ekkert um tölur í þessu.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner