Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 14. ágúst 2024 22:56
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Sáttir með að fara héðan með eitt stig.
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég met þetta þannig að við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en náðum að hanga á 0-0. Við gírum okkur svo aðeins upp í seinni hálfleikinn og erum á hærra tempói bæði á boltanum og varnarlega og spilum hörku bardagaleik í rigningu á blautum velli. Á endanum erum við samt sáttir með að fara héðan með eitt stig.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir markalaust jafntefli lærisveina hans gegn Leikni í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Keflavík

Síðasti þriðjungur var að vefjast fyrir báðum liðum lengst af í leiknum. Liðin voru að koma sér í ágætis stöður á vellinum en þegar reka átti smiðshögg á sóknina komu sendingarfeilar eða þá að menn voru ekki mættir í teiginn til að taka við boltanum.

„Sérstaklega eins og þegar við erum að koma okkur í góðar stöður og senda boltann inn í. Þá erum við bara illa mannaðir í teignum og með of fá þar. En þetta var bara frekar lokaður leikur og lítið um færi.“

Dagur Ingi Valsson kvaddi Keflavík í gær og gekk til liðs við KA. Vitað var að Dagur hugðist ekki endurnýja samning sinn við Keflavík en pressaði hann mikið á félagið að fá að fara?

„Nei nei, hann var svo sem búinn að tjá okkur það að hann vildi ekki semja við okkur á næsta ári. Þegar KA hafði svo samband og vildi fá að kaupa hann þá bara náðum við samkomulagi um það.“

Upphæðin sem nefnd hefur verið sem kaupverð á Degi er fimm milljónir króna. Án þess að biðja um staðfestingu á upphæð spurði fréttaritari Harald þó. Upphæð sem kemur félaginu til góða fjárhagslega?

„Þú verður bara að spyrja framkvæmdastjórann að því. Ég veit ekkert um tölur í þessu.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir