Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mið 14. ágúst 2024 22:56
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Sáttir með að fara héðan með eitt stig.
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég met þetta þannig að við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en náðum að hanga á 0-0. Við gírum okkur svo aðeins upp í seinni hálfleikinn og erum á hærra tempói bæði á boltanum og varnarlega og spilum hörku bardagaleik í rigningu á blautum velli. Á endanum erum við samt sáttir með að fara héðan með eitt stig.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir markalaust jafntefli lærisveina hans gegn Leikni í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Keflavík

Síðasti þriðjungur var að vefjast fyrir báðum liðum lengst af í leiknum. Liðin voru að koma sér í ágætis stöður á vellinum en þegar reka átti smiðshögg á sóknina komu sendingarfeilar eða þá að menn voru ekki mættir í teiginn til að taka við boltanum.

„Sérstaklega eins og þegar við erum að koma okkur í góðar stöður og senda boltann inn í. Þá erum við bara illa mannaðir í teignum og með of fá þar. En þetta var bara frekar lokaður leikur og lítið um færi.“

Dagur Ingi Valsson kvaddi Keflavík í gær og gekk til liðs við KA. Vitað var að Dagur hugðist ekki endurnýja samning sinn við Keflavík en pressaði hann mikið á félagið að fá að fara?

„Nei nei, hann var svo sem búinn að tjá okkur það að hann vildi ekki semja við okkur á næsta ári. Þegar KA hafði svo samband og vildi fá að kaupa hann þá bara náðum við samkomulagi um það.“

Upphæðin sem nefnd hefur verið sem kaupverð á Degi er fimm milljónir króna. Án þess að biðja um staðfestingu á upphæð spurði fréttaritari Harald þó. Upphæð sem kemur félaginu til góða fjárhagslega?

„Þú verður bara að spyrja framkvæmdastjórann að því. Ég veit ekkert um tölur í þessu.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner