Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   mið 14. ágúst 2024 22:56
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Sáttir með að fara héðan með eitt stig.
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég met þetta þannig að við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en náðum að hanga á 0-0. Við gírum okkur svo aðeins upp í seinni hálfleikinn og erum á hærra tempói bæði á boltanum og varnarlega og spilum hörku bardagaleik í rigningu á blautum velli. Á endanum erum við samt sáttir með að fara héðan með eitt stig.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir markalaust jafntefli lærisveina hans gegn Leikni í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Keflavík

Síðasti þriðjungur var að vefjast fyrir báðum liðum lengst af í leiknum. Liðin voru að koma sér í ágætis stöður á vellinum en þegar reka átti smiðshögg á sóknina komu sendingarfeilar eða þá að menn voru ekki mættir í teiginn til að taka við boltanum.

„Sérstaklega eins og þegar við erum að koma okkur í góðar stöður og senda boltann inn í. Þá erum við bara illa mannaðir í teignum og með of fá þar. En þetta var bara frekar lokaður leikur og lítið um færi.“

Dagur Ingi Valsson kvaddi Keflavík í gær og gekk til liðs við KA. Vitað var að Dagur hugðist ekki endurnýja samning sinn við Keflavík en pressaði hann mikið á félagið að fá að fara?

„Nei nei, hann var svo sem búinn að tjá okkur það að hann vildi ekki semja við okkur á næsta ári. Þegar KA hafði svo samband og vildi fá að kaupa hann þá bara náðum við samkomulagi um það.“

Upphæðin sem nefnd hefur verið sem kaupverð á Degi er fimm milljónir króna. Án þess að biðja um staðfestingu á upphæð spurði fréttaritari Harald þó. Upphæð sem kemur félaginu til góða fjárhagslega?

„Þú verður bara að spyrja framkvæmdastjórann að því. Ég veit ekkert um tölur í þessu.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner