Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 14. ágúst 2024 22:56
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Sáttir með að fara héðan með eitt stig.
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég met þetta þannig að við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en náðum að hanga á 0-0. Við gírum okkur svo aðeins upp í seinni hálfleikinn og erum á hærra tempói bæði á boltanum og varnarlega og spilum hörku bardagaleik í rigningu á blautum velli. Á endanum erum við samt sáttir með að fara héðan með eitt stig.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir markalaust jafntefli lærisveina hans gegn Leikni í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Keflavík

Síðasti þriðjungur var að vefjast fyrir báðum liðum lengst af í leiknum. Liðin voru að koma sér í ágætis stöður á vellinum en þegar reka átti smiðshögg á sóknina komu sendingarfeilar eða þá að menn voru ekki mættir í teiginn til að taka við boltanum.

„Sérstaklega eins og þegar við erum að koma okkur í góðar stöður og senda boltann inn í. Þá erum við bara illa mannaðir í teignum og með of fá þar. En þetta var bara frekar lokaður leikur og lítið um færi.“

Dagur Ingi Valsson kvaddi Keflavík í gær og gekk til liðs við KA. Vitað var að Dagur hugðist ekki endurnýja samning sinn við Keflavík en pressaði hann mikið á félagið að fá að fara?

„Nei nei, hann var svo sem búinn að tjá okkur það að hann vildi ekki semja við okkur á næsta ári. Þegar KA hafði svo samband og vildi fá að kaupa hann þá bara náðum við samkomulagi um það.“

Upphæðin sem nefnd hefur verið sem kaupverð á Degi er fimm milljónir króna. Án þess að biðja um staðfestingu á upphæð spurði fréttaritari Harald þó. Upphæð sem kemur félaginu til góða fjárhagslega?

„Þú verður bara að spyrja framkvæmdastjórann að því. Ég veit ekkert um tölur í þessu.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner