Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórða sætið í Pepsi Max gefur ekki Evrópusæti
Víkingur mun taka þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar
Úr leik FH og Víkings í dag.
Úr leik FH og Víkings í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir sigur Víkinga á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins í dag eru líkurnar orðnar talsvert minni á því að fjórða sætið í Pepsi Max-deildinni veiti þáttökurétt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Það gerist ekki nema að Víkingur verði eitt af þremur efstu liðum deildarinnar.

Víkingar eru sem stendur í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með sex stigum minna en liðið í þriðja sæti, FH - tapliðið úr bikarúrslitunum í dag.

Eins og staðan er akkúrat núna þá er Víkingur að fara í Evrópukeppni ásamt liðunum í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Víkingar munu taka þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar, eins og liðin í öðru og þriðja sæti. Sigurlið deildarinnar tekur þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Í efstu þremur sætunum núna eru KR, Breiðablik og FH.

Það þarf eitthvað rosalega mikið að gerast til þess að Víkingur hoppi upp í þriðja sæti, en þá myndi fjórða sæti deildarinnar einnig veita þáttökurétt í Evrópukeppni eins og áður kemur fram.

Það eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max-deildinni, en eins og staðan er núna myndu lið eins og Valur og Stjarnan missa af Evrópusæti.

Hér að neðan má sjá hvernig stöðutaflan er í Pepsi Max-deild karla.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner