Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   lau 14. september 2019 17:22
Baldvin Pálsson
Helgi Guðjónsson: Aukaatriði ef ég enda markahæstur
Helgi með þrennu í 3-0 sigri Fram á Þór
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tók á móti Þór í Safamýrinni í dag og sigraði þá með þremur mörkum gegn engu.

Helgi Guðjónsson skoraði öll þrjú mörkin og komust Framarar upp fyrir Þór í 4. sæti Inkasso deildarinnar með sigrinum í dag.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 Þór

Veðrið var alls ekki gott en það var mikil rigning og vindur en heimamenn létu það ekki stoppa sig.

„Það var erfitt veður í dag og við gerðum okkar besta til að halda boltanum niðri og reyna að spila eins og við gátum og það endaði í þremur stigum í dag" sagði Helgi eftir leikinn.

Með þrennunni er hann orðinn markahæsti maður deildarinnar með 15 mörk en á eftir honum kemur Pétur Theódór framherji Gróttu með 14. Aðspurður segist Helgi ætla að reyna enda á toppnum en liðið kemur fyrst.

„Verður maður ekki að reyna það fyrst það er bara einn leikur eftir. En við reynum bara að taka seinasta leikinn og svo er það aukaatriði ef ég enda markahæstur."

Fram situr nú í 4. sæti deildarinnar, þeir geta ekki náð þriðja sætinu en munu reyna að enda tímabilið sem hæst.

„Eins og við erum búnir að tala um þá ætlum við að taka þessa síðustu þrjá leiki og reyna að enda eins ofarlega á töflunni og við getum."
Athugasemdir
banner