Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Arnór lék allan leikinn í tapi gegn Rosenborg
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rosenborg 3 - 1 Lilleström
1-0 Bjørn Maars Johnsen ('25)
2-0 Alexander Söderlund ('53)
3-0 Bjørn Maars Johnsen ('59)
3-1 Daniel Alexander Pedersen ('65)

Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Lilleström þegar liðið laut í lægra haldi gegn Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Rosenborg leiddi 1-0 eftir fyrri hálfleikinn og var það góð byrjun á seinni hálfleiknum sem gekk frá leiknum fyrir Rosenborg sem komst 3-0 yfir.

Lilleström náði að minnka muninn í 3-1, en lengra komust þeir ekki og sigur Rosenborg staðreynd.

Arnór og félagar í Lilleström eru í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig. Rosenborg er í fjórða sæti með 36 stig.

Sjá einnig:
Noregur: Aron Elís gerði jöfnunarmarkið á 90. mínútu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner