Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. október 2018 12:02
Elvar Geir Magnússon
Birkir: Leikurinn er mjög mikilvægur
Icelandair
Birkir á Laugardalsvelli í morgun.
Birkir á Laugardalsvelli í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þó allt bendi til þess að Ísland muni falla úr Þjóðadeildinni þá gætu góð úrslit í komandi leikjum orðið til þess að okkar strákar verði í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM allstaðar.

Birkir Bjarnason segir að leikmenn Íslands líti á leikinn gegn Sviss á morgun sem mjög mikilvægan.

„Leikurinn er mjög mikilvægur. Við ætlum okkur að vera í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlana," segir Birkir.

„Við þurfum að ná í stig. Eins og við höfum verið að spila, gegn Frökkum og á köflum gegn Belgum, þá erum við að komast á það stig sem við verum á áður. Ég held að við eigum mjög góða möguleika á að ná góðum úrslitum."

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var á sömu nótum þegar hann tjáði sig um mikilvægi leiksins í liðinni viku.

„Það sem þessi keppni gæti gert fyrir okkur er að koma okkur í fyrsta styrkleikaflokk þegar dregið er í riðla í undankeppni EM. Það gæti orðið frábært fyrir okkur og myndi skipta miklu," sagði Gylfi.

Leikur Íslands og Sviss á morgun verður klukkan 18:45 en enn er hægt að nálgast miða á Tix.is.

Hér má sjá líklegt byrjunarlið gegn Sviss
Athugasemdir
banner
banner