Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
Gylfi Þór um markametið: Þegar ég jafna það þá hugsum við út í þetta
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var svekktur þrátt fyrir 2-0 sigur gegn Andorra í undankeppni EM í kvöld. Það gekk ekki allt upp hjá honum í kvöld og þá fengu strákarnir slæmar fréttir eftir leik.

„Þetta var bara mjög léleg spyrna hjá mér. Eftir leikinn fáum við þau tíðindi að úrslitin hefðu ekki verið góð fyrir okkur og það eru gríðarleg vonbrigði en við verðum bara að halda áfram sagði Gylfi við RÚV strax eftir leik.

Hann virtist þó aðeins hressari þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson hjá Vísi en þar ræddi hann vítaspyrnuna, markametið og riðilinn í heild sinni.

„Það var frekar erfitt að halda haus en eina sem maður getur gert er að reyna að hlæja að þessu. Vítið var lélegt, óheppni að skora ekki úr aukaspyrnunni en þetta er búið að vera erfiðar fæðingar að skora en svona er þetta. Þetta er ekki alveg að falla fyrir mig eins og er en ég vinn úr þessu."

Gylfi vissi að Kolbeinn væri nálægt markametinu en að hann hafi ekki nefnt við sig að hann væri búinn að jafna það í leiknum. Gylfi segist ætla að skoða málin næst þegar hann er sjálfur búinn að jafna metið. Gylfi er með 21 mark fyrir Ísland og vantar fimm mörk í að jafna metið.

„Nei, ég held að hann myndi taka vítið sjálfur ef hann væri númer eitt. Þetta var bara svona og gerist hratt og hann er nálægt metinu. Þegar ég jafna metið líka þá hugsum við út í þetta."

„Þetta eru vonbrigði að fá þessi úrslit og þessi tíðindi um þessi úrslit í Frakklandi. Þetta er erfiður riðill og við héldum fyrir riðilinn að Frakkar myndu stinga af en Tyrkir náðu fjórum dýrmætum stigum á móti þeim og gríðarlega svekkjandi að þegar leiknum lýkur," sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner