Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Chelsea: María er sigurvegari
María Þórisdóttir og Emma Hayes
María Þórisdóttir og Emma Hayes
Mynd: Getty Images
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea á Englandi, var ánægð með innkomu Maríu Þórisdóttur í 2-1 sigrinum á Arsenal í úrvalsdeildinni í gær.

María, sem er mikilvæg í norska landsliðinu, byrjaði á bekknum ásamt Ramonu Bachmann en þeim var skipt inná á 74. mínútu og bjuggu til sigurmarkið sem kom undir lokin.

Bachmann kom knettinum á Maríu sem skoraði af 20 metra færi en Hayes var í skýjunum með Maríu.

„Ef maður hefur rétt fyrir sér í þessum skiptunum þá er maður magnaður en ef þetta fer á versta veg þá er maður fullur af skít," sagði Hayes.

„Ég hafði rétt fyrir mér í dag. Ég er með Magdalenu Eriksson og Millie Bright í vörninni. Hversu óheppin er María? Hún er magnaður leikmaður og það eru magnaðir leikmenn sem halda henni á bekknum."

„Hún verður að aðlagast leikstílnum til að komast í liðið. Markið hennar var ekkert óvenjulegt og ef þú værir á æfingasvæðinu hjá okkur þá gerir hún þetta reglulega. Hún er sigurvegari eins og Ramona og þær eru mjög óheppnar að vera ekki í liðinu því ég get bara valið ellefu leikmenn,"
sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner