Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 14. október 2020 15:39
Elvar Geir Magnússon
Napoli dæmt 3-0 tap gegn Juventus og missir eitt stig
Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus.
Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur verið dæmdur 3-0 sigur gegn Napoli og þá mun Napoli missa eitt stig.

Aganefnd ítalska knattspyrnusambandið hefur komist að þessari niðurstöðu en Napoli braut reglur deildarinnar varðandi Covid-19.

Napoli mætti ekki í útileik gegn Juventus í þriðju umferð ítölsku A-deildarinnar því tveir leikmenn liðsins, Piotr Zielinski og Eljif Elmas, greindust með Covid-19.

Félagið sagðist hafa verið bannað að ferðast af heilbrigðisyfirvöldum á sínu svæði sem hafi skipað liðinu í sóttkví.

Aganefndin telur hinsvegar að Napoli hafi ekki haft fullgildar ástæður til að mæta ekki í leikinn samkvæmt samkomulagi sem öll félögin gerðu varðandi Covid-19.

Eitt stig hefur verið dregið af liðinu og því dæmt 3-0 tap gegn Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner