fim 14. október 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðeins þrjú félög klár í að vinna með lögreglunni
Mynd: Getty Images
Lögregluyfirvöld í Englandi sendi bréf til allra 92 liða í deildarkeppni á Englandi um að fá aðstoð um að útrýma fordómum á netinu.

Aðeins 49 félög samþykktu það og aðeins þrjú þeirra úr ensku úrvalsdeildinni, Manchester City, Norwich og Brighton.

Hugmyndin kviknaði eftir að Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka klúðruðu allir vítaspyrnu í úrslitaleik EM gegn Ítalíu og urðu fyrir miklu aðkasti á netinu.

Fulltrúi lögreglunnar var mjög vonsvikinn með viðtökurnar og gagnrýndi félögin sem vildu ekki taka þátt.

„Við viljum útrýma fordómum en þetta er týpískt dæmi um það þegar allir segjast vera klárir og vilji tækla þetta en um leið og tækifæri gefst þá gerist ekkert. Þetta eru mikil vonbrigði."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner