Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. október 2021 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Giroud reynir að hunsa gagnrýni
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud framherji AC Milan og franska landsliðsins hefur oft fengið mikla gagnrýni fyrir að skora ekki nægilega mikið.

Hann skoraði hinsvegar 90 mörk í 255 leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem er meira en leikmenn á borð við Fernando Torres, Eden Hazard og Dennis Bergkamp gerðu.

Í þau sex ár sem hann var hjá Arsenal var alltaf talað um að félagið þyrfti að fá nýjan framherja til að taka næsta skref.

Hann tjáði sig um gagnrýnina í viðtali á dögunum.

„Auðvitað er þetta sárt. Ég er mennskur, manneskja með tilfinningar en það skiptir mestu máli að sýna þessari gagnrýni á samfélagsmiðlum ekki athygli," sagði Giroud.

„Tölfræðin mín er ekki slæm! Ég er mjög ánægður með hana. Ég hef alltaf verið spurður hvort mér finnist ég vanmetinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner