Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
banner
   mán 14. október 2024 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri um Zubimendi: Hann er alveg ótrúlegur
Martin Zubimendi.
Martin Zubimendi.
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands, segir að Martin Zubimendi, liðsfélagi sinn hjá Real Sociedad, sé ótrúlegur leikmaður.

Liverpool reyndi mikið að kaupa Zubimendi í sumar en hann valdi að vera áfram í Sociedad þar sem hann er dáður og dýrkaður.

„Hann er alveg ótrúlegur, geðveikur í fótbolta," sagði Orri Steinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Hann klikkar ekki á snertingu og klikkar ekki á sendingu."

Er hann leikmaður sem Liverpool gæti notað?

„Já, ég myndi nú alveg halda það," sagði Orri og hló. „Hann er þessi klassíska spænska sexa. Hann tapar ekki boltanum og er mjög góður að leysa pressu. Hann ákvað að vera áfram og ég kvarta ekki."
Útvarpsþátturinn - Landsliðshetjur og Toddi
Athugasemdir
banner
banner
banner