Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Istanbúl, Tyrklandi
Hamren náði lítið að sjá Mikael í vikunni
Icelandair
Mikael Neville mátar varamannabekkinn á Turk Telekom Arena í gær ásamt Samúel Kára Friðjónssyni.
Mikael Neville mátar varamannabekkinn á Turk Telekom Arena í gær ásamt Samúel Kára Friðjónssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Midtjylland í Danmörku og U21 árs landslið Íslands, frammistöðu sem var það góð að Erik Hamren ákvað að velja hann í A-landsliðið sem mætir Tyrkjum og Moldóvu í undankeppni EM 2020 núna í vikunni.

Íslenska liðið hóf æfingar í Antalya í Tyrklandi á mánudaginn og færði sig svo til Istanbul í gær en þar fer leikurinn við Tyrki fram klukkan 17:00 í dag.

Hamren sagði á fréttamannafundi á Turk Telekom Arena í gær að hann hafi lítið fengið að sjá Mikael ennþá.

Mikael var í byrjunarliði Midtjylland og lék 70 mínútur er Midtjylland lagði FC Kaupmannahöfn að velli í toppslag í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og svo kom hann til Antalya.

„Við höfum nánast ekkert séð hann á æfingum. hann og aðrir leikmenn sem spiluðu leik á sunnudaginn voru í endurheimt þegar æfingin fór fram á mánudaginn," sagði Hamren við fréttamenn.

„Á þriðjudag voru svo bara liðnir tveir dagar frá leiknum svo hann hefur ekki náð að æfa 100%. Við náum að sjá hann betur á æfingunni í dag en það er samt lokaæfing fyrir leik," bætti hann við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner