lau 14. nóvember 2020 12:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fer allt EM fram á Bretlandi?
Mynd: Getty Images
UEFA vonast áfram til þess að geta haldið EM 'alls staðar' í tólf löndum en samkvæmt upplýsingum Daily Mail er enska sambandi í viðræðum við evrópska sambandið um að allir leikir fari fram á Bretlandi.

London og Wembley er þegar leikstaður allra leikja Englands í riðli liðsins og þá verða einnig undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnr leiknir á Wembley. Hampden Park í Skotlandi verður leikstaður Skotlands í tveimur leikjum Skotlands í sama riðli.

Þær fréttir, að mótið yrði haldið á Bretlandi, yrðu góðar fyrir Wales sem myndi þá líklega spila sína leiki í Cardiff. Áður hafði verið rætt um að halda EM í Rússlandi en útlit er fyrir að það verði ekki raunin ef mótið verður haldið á einum stað.

Enska sambandið býst við svari frá UEFA á næstu tveimur mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner