Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 14. nóvember 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Redknapp: Klopp verður að kaupa en það verður ekki auðvelt
Jurgen Klopp verður að versla inn í varnarlínuna sína eftir að Joe Gomez bættist við á meiðslalistann fyrir neðan nafn Virgil van Dijk. Það er skoðun Jamie Redknapp.

„Þetta er erfið staða," sagði þessi fyrrum fyrirliði Liverpool í hlaðvarpi. „Ég hef heyrt fólk segja að það verði að kaupa leikmann út af meiðslum Virgil. Það verður samt ekki of langt í hann þegar janúar gengur í garð. Venjulega taka svona meiðsli sex til sjö mánuði en hann er í mjög góðu standi og verður fljótur að ná sér."

„Þú vilt ekki kaupa inn mann á 40 milljónir punda eða meira ef þú veist að það er að koma inn leikmaður úr meiðslum fljotlega."

„En þegar þú missir Gomez líka þá ferðu örugglega að horfa í kringum þig á markaðnum og reynir að ná í einhvern í janúar. Mögulega einhvern á láni. Það verður samt ekki auðvelt að fá inn leikmann,"
bætti Redknapp við.

Óttast er að Gomez verði frá út leiktíðina og óvíst er hversu lengi van Dijk verður frá.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
2 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 24 +4 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
8 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 25 23 +2 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner