banner
   lau 14. desember 2019 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Hasenhuttl eftir tapið: Þurfum að vinna þessa leiki
Hasenhuttl er í slæmum málum með Southampton.
Hasenhuttl er í slæmum málum með Southampton.
Mynd: Getty Images
Gengi Southampton það sem af er tímabili hefur verið slakt og enn ein vonbrigðar úrslitin litu dagsins ljós í dag þegar West Ham kom í heimsókn, niðurstaðan 0-1 sigur gestanna.

Í aðdraganda leiksins var talað um fallbaráttuslag þar sem West Ham var aðeins einu stigi frá fallsæti fyrir heimsóknina til Southampton. Ralph Hasenhuttl knattspyrnustjóri liðsins var að vonum svekktur með tapið.

„Ef við ætlum okkur að vera áfram í þessari deild þurfum við einmitt að vinna þessa leiki. Við vitum að staðan er slæm, en lið sem eru í slæmri stöðu geta barist um stigin þrjú en við vorum einfaldlega ekki nógu góðir í dag."

„Við sáum á vellinum lið sem barðist frá upphafi til enda, það gekk því miður ekki hjá okkur í dag. Við þurfum að gera betur og fara vinna leiki," sagði Hasenhuttl að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner