Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   mið 14. desember 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd vill fá miðjumann sem líkt er við Pogba
Manchester United hefur áhuga á því að krækja í miðjumanninn Cher Ndour frá Benfica í Portúgal.

Þetta kemur fram hjá Mirror en þessum efnilega leikmanni hefur verið líkt við Paul Pogba, fyrrum miðjumann Man Utd.

Hinn 18 ára gamli Ndour er fæddur í Brescia og spilar með unglingalandsliði Ítalíu. Hann fór til Benfica fyrir um tveimur árum síðan og hefur verið að spila með B-liðinu þar.

Hann verður samningslaus næsta sumar og baráttan um hann, hún er hörð. Juventus á Ítalíu hefur líka sýnt leikmanninum mikinn áhuga.

Ndour er þó með sama umboðsmann og Bruno Fernandes, leikmaður Man Utd, og það gæti hjálpað Rauðu djöflunum að landa honum.


Athugasemdir
banner