mið 15. janúar 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Afríkukeppnin mögulega færð aftur til janúarmánaðar
Sadio Mane, leikmaður Liverpool og Senegal.
Sadio Mane, leikmaður Liverpool og Senegal.
Mynd: Getty Images
Rætt er um að Afríkukeppni landsliða verði að nýju leikin í janúarmánuði.

Ákveðið var á fundi 2017 að færa keppnina yfir á sumartímann og í fyrra var hún í Egyptalandi frá júní til júlí.

En nú er talað um að hafa keppnina í Kamerún í janúar og febrúar 2021. Það er vegna þess að hitastigið er mun hentugra á þessum tíma ársins.

Liverpool og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni gætu því misst út mikilvæga leikmenn í allt að sex leiki.

Liverpool yrði án Sadio Mane og Mohamed Salah sem spila fyrir Senegal og Egyptaland. Naby Keita er þá frá Gíneu.

Arsenal yrði án Pierre-Emerick Aubameyang og Nicolas Pepe svo dæmi séu tekin.
Athugasemdir
banner
banner
banner