mið 15. janúar 2020 22:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Coady um VAR: Ekki hægt að fagna - Galið og heimskulegt
Coady í kapphlaupi við Daniel James.
Coady í kapphlaupi við Daniel James.
Mynd: Getty Images
„Þetta heldur bara áfram. Allt sem við ræðum um tengist VAR. Þetta er galið, þetta er heimskulegt," sagði Conor Coady, fyrirliði Wolves, eftir 1-0 tap gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni í kvöld.

Mark var dæmt af Wolves snemma í leiknum vegna þess að boltinn fór í hönd Raul Jimenez áður en Pedro Neto kom boltanum í netið.

Sjá einnig:
Lineker: Nýja reglan út úr kortinu

„Það er ekki hægt að fagna. Jimenez vissi ekki einu sinni að boltinn hefði farið í höndina á honum. Við verðum að venjast þessu."

„Allt þetta er hræðilegt í mínum augum. Þetta er ekki minn tebolli og ekki margra leikmanna. En fólk hærra sett í leiknum er ánægt með þetta,"
sagði Coady að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner