fös 15. janúar 2021 23:00
Victor Pálsson
Pepe: Dias sá besti frá Portúgal
Ruben Dias er besti portúgalski varnarmaður heims að sögn Pepe sem er fyrrum miðvörður Real Madrid og núverandi leikmaður portúgalska landsliðsins.

Dias hefur komið sterkur inn í enska boltann en hann var keyptur til Manchester City frá Benfica í sumar.

Síðan þá hefur Dias aðeins misst af tveimur leikjum City í deildinni og er fastamaður í landsliðinu.

Pepe þekkir vel til Dias og segir að enginn frá Portúgal sé betri í vörninni að svo stöddu en Dias.

„Ruben Dias er nú þegar orðinn besti portúgalski hafsent heims. Ég hef sagt það áður," sagði Pepe sem leikur með Porto í dag.

„Hann er ekki bara góður heldur einnig mjög gáfaður leikmaður."
Athugasemdir
banner