banner
   lau 15. janúar 2022 14:46
Brynjar Ingi Erluson
Enska úrvalsdeildin samþykkir beiðni Arsenal og leiknum frestað
Mynd: Getty Images
Tottenham og Arsenal mætast ekki á morgun í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal lagði fram beiðni um frestun vegna manneklu.

Arsenal fór fram á frestun á leiknum vegna meiðsla, Covid-19 og þá eru nokkrir leikmenn liðsins að keppa í Afríkukeppninni.

Thomas Partey, Mohamed Elneny, Pierre-Emerick Aubameyang og Nicolas Pepe eru allir með landsliðum sínum í Afríkukeppninni.

Cedric Soares, Bukayo Saka og Calum Chambers meiddust allir í leik Arsenal gegn Liverpool í deildabikarnum. Granit Xhaka fékk þá rautt spjald í leiknum og þá er Martin Ödegaard með Covid-19.

Arsenal lánaði þá tvo leikmenn í glugganum en samkvæmt reglunum geta lið frestað ef það getur ekki teflt fram þrettán útileikmönnum og einum markverði.

Enska úrvalsdeildin samþykkti því frestun en ekki er búið að ákveða nýjan leikdag. Þetta er 21. leikurinn sem er frestað í deildinni á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner