Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 15. janúar 2022 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið - B-deild: Jafntefli í Skessunni
Úr leik hjá Kórdrengjum í fyrra.
Úr leik hjá Kórdrengjum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir 0 - 0 Þróttur V.

Kórdrengir og Þróttur Vogum gerðu markalaust jafntefli þegar liðin áttust við í B-deild Fótbolta.net mótsins í dag.

Það var hart barist en mörkin létu ekki sjá sig í þessum leik sem var spilaður í Skessunni í Hafnarfirði.

Bæði þessi lið spila í Lengjudeildinni næsta sumar. Þróttarar komust upp úr 2. deild í fyrra á meðan Kórdrengir spiluðu í fyrsta sinn í næst efstu deild, og gerðu það vel. Þeir voru lengi vel í baráttunni um að komast upp en það gekk ekki á endanum. Þróttur komst upp úr 2. deild en þeir fara með nýjan þjálfara inn í næsta tímabil. Hermann Hreiðarsson hætti og tók við ÍBV, og í hans stað var Eiður Ben Eiríksson ráðinn.

Kórdrengir eru með fjögur stig eftir tvo leiki í Fótbolta.net mótinu. Þeir lögðu Selfoss að velli í fyrsta leik sínum. Þróttarar eru með eitt stig en þeir töpuðu fyrir Njarðvík í fyrsta leik.

Önnur úrslit:
Fótbolti.net mótið B-deild: Grindavík kláraði KV í seinni hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner