lau 15. janúar 2022 06:00
Victor Pálsson
Ísafold Þórhalls í Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Afturelding
Ísafold Þórhallsdóttir hefur krotað undir samning við Aftureldingu og mun leika með liðinu í sumar. Hún gerir samning til ársins 2023.

Þetta staðfesti félagið á Facebook-síðu sinni í gær en Ísafold er efnilegur leikmaður og er fædd árið 2002.

Ísafold spilaði með Breiðabliki og Fylki sumarið 2021 og á einnig að baki leiki fyrir Augnablik og HK/Víking.

Tilkynning Aftureldingar:

Afturelding hefur samið við Ísafold Þórhallsdóttur um að ganga til liðs við félagið.

Ísafold sem er fædd árið 2002 á 55 leiki og 11 mörk í meistaraflokki fyrir Breiðablik, Fylki og Víking R.

Þá á Ísafold 10 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Ísafold varð íslandsmeistari með 3.fl Víkings árið 2016 og árið eftir varð hún Íslands og bikarmeistari með Víking í 3.flokki.

Við bjóðum Ísafold hjartanlega velkomna í Mosfellsbæinn og væntum mikils af samstarfinu.

Ísafold er teknískur leikmaður með góðan leikskilning og mikið markanef. Hún eflir okkar lið til muna en gaman má geta þess að fyrir hjá félaginu er bróðir hennar Jökull sem leikur með karlaliði félagsins.

Velkomin Ísafold og áfram Afturelding!
Athugasemdir
banner
banner